Hvers vegna parameðferð

Engin sambönd eru fullkomin. Hver einstaklingur kemur inn í samband með eigin gildi, hugmyndir, skoðanir og persónulega reynslu sem þarf ekki að passa við hinn aðilann. Þetta þýðir samt ekki að ólíkir þættir muni alltaf leiða til ágreinings. Ólíkar skoðanir og gildi geta einmitt verið það sem upphaflega dregur pör saman. Það getur einnig hjálpað til við að auka skilning okkar á öðrum og að sýna öðrum umburðarlyndi og virðingu.

Mismunandi eiginleikar fólks og vani sem þóttu skemmtilegir í upphafi geta orðið að þrætuefni seinna meir. Eftirfarandi þættir geta haft áhrif og leitt til vandamála í sambandi:

  • Atvinnuleysi
  • Deilur um uppeldi barna
  • Fjármál
  • Framhjáhald
  • Kynlíf
  • Líkamlegir eða geðrænir erfiðleikar
  • Ófrjósemi
  • Reiði
  • Samskiptavandi
  • Tvær fjölskyldur sameinast

Sumir þurfa stutta ráðgjöf til að fá aðstoð við lausn á yfirstandandi vanda sem erfitt er að leysa á eigin spýtur.  Aðrir þurfa fleiri tíma þar sem sum vandamál eru þess eðlis að þau krefjast lengri meðferðar og eftirfylgni. Algengast er að pör komi í sálfræðiviðtöl einu sinni í viku en það er alltaf háð þörfum fólks í hverju tilviki.

 

 

Scroll to Top