Hrefna Hrund Pétursdóttir, sálfræðingur

Hrefna lauk B.A. gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 2010. Hún lauk Cand.Psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands vorið 2012. Hrefna er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfsstætt starfandi sálfræðinga. Hrefna starfar hjá Heilsuklasanum á Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík.

Í dag er Hrefna með stofu hjá Heilsuklasa. Hún starfaði áður hjá Heilsuborg frá 2017 til 2020. Áður var hún á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hjá forvarnar- og meðferðarteymi barna frá 2014 til 2019. Þar sá hún um meðferð fyrir verðandi og nýbakaðar mæður, pör og unglinga með tilfinningalegan vanda (reiðistjórnunarvanda, kvíða, þunglyndi). Hrefna og Ólöf Edda stofnuðu Sálfræðiþjónustuna Parameðferð árið 2013. Hrefna hóf störf hjá Heilsustöðinni í maí 2014 samhliða störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hrefna hefur sérhæft sig í parameðferð og hefur lokið level 1 í Gottman couples therapy. Einnig hefur hún sótt námskeið í Emotional focused couples therapy sem dr. Þórdís Rúnarsdóttir hélt. Hrefna hefur sótt önnur námskeið og hefur hún lokið námskeiði í EMDR level 1 og 2, ásamt fleiri námskeiðum tengt EMDR. Einnig hefur Hrefna sótt námskeið í Hugrænni atferlismeðferð við áföllum og í Compassion focused therapy.

Í parameðferð notar Hrefna aðferðir Sue Johnson í Emotionally focused couples therapy en einnig notar hún aðferðir frá Dr. John Gottman. Hrefna veitir aðstoð við að skapa jákvæðni og nánd í sambandinu, kynnast hvort öðru betur, bæta samskipti, kenna leiðir til að takast á við ágreining og með því er verið að byggja upp traust.

Helstu viðfangsefni:

  • Parameðferð
  • Vanlíðan á meðgöngu og eftir barnsburð
  • Fæðingarþunglyndi og kvíði
  • Áföll og áfallastreituröskun

Hafa samband


 

Scroll to Top