Ólöf Edda Guðjónsdóttir sálfræðingur

Ólöf lauk B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands vorið 2010.  Þar var lokaverkefni hennar Tengsl ofurábyrgðarkenndar og hvatvísi við áráttu og þráhyggju. Hún lauk Cand.Psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands vorið 2012. Lokaverkefni hennar fjallaði um tengsl geðraskana við áhættuhegðun hjá vímuefnaneytendum sem sprauta sig í æð.

Ólöf var í starfsþjálfun á Landspítala – Háskólasjúkrahúss, 2011-2012, þar sem hún tók sálfræðiviðtöl á göngudeild. Í tengslum við lokaverkefni sitt tók hún geðgreiningarviðtöl á Vogi. Síðastliðið ár hefur hún starfað sem atferlisþjálfi fyrir börn með einhverfu og erfiða hegðun. Á þeim tíma sótti hún ráðstefnu á því sviði. Ólöf hefur sótt námskeið í hugrænni atferlismeðferð og einnig fyrirlestur hjá Vyga Kaufmann um Integrative behavioral couples therapy. Ólöf er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfsstætt starfandi sálfræðinga og starfar einnig sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands.

Ólöf vann að rannsókn fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um líðan fólks með skerta starfsgetu sem nýtur framfærslu hjá Reykjavíkurborg. Vinna hennar við rannsóknina fól meðal annars í sér sálfræðilegt mat þar sem tekið var geðgreiningarviðtal við þátttakendur og sálfræðileg mælitæki lögð fyrir. Hún starfaði einnig á árunum 2011 til 2012 við rannsókn Brynjars Emilssonar sálfræðings á meðferð fyrir unglinga og fullorðna með ADHD. Þar sinnti hún stuðningsviðtölum við fólk í meðferðinni til þess að auka meðferðarheldni.